Starfslokasamningarnir kostuðu Þingeyjarsveit 30,5 milljónir króna

0
77

Á 177 fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í Kjarna á Laugum í dag, var m.a. lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna launa í fræðslumálum að fjárhæð 30,5 milljónum króna sem mætt verður með handbæru fé. Fram kemur í fundargerðinni að viðaukinn hafi verið samþykktur með fimm atkvæðum fulltrúa meirihluta A- lista, en fulltrúar T-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Þingeyjarsveit stærra

 

Samkvæmt heimildum 641.is er umrædd fjárhæð 30,5 milljónir, sem nefnd er “vegna launa í fræðslumálum” í fundargerðinni, til komin vegna starfslokasamninga við fimm fyrrverandi kennara og skólastjóra Þingeyjarskóla frá því í vor og verða þeir allir gjaldfærðir á þessu ári.

 

Samkvæmt sömu heimildum voru umræddir starfslokasamningar mislangir, eða frá 6 mánuðum upp í 18 mánuði.

Fundargerð 177 fundar