Starfshópur um mótvægisaðgerðir á að skila af sér fyrir 1. apríl

0
73

Á 162. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var 15. janúar sl, var samþykkt erindisbréf starfshóps til undirbúnings mótvægisaðgerða vegna breytinga á stafsemi Þingeyjarskóla skólaárið 2015-16. Starfshópnum er gert að skila af sér áfangaskýrslu fyrir 1. apríl 2015.

Þingeyjarsveit stærra

 

Erindisbréf starfshóps til undirbúnings mótvægisaðgerða vegna breytinga á starfsemi Þingeyjarskóla skólaárið 2015 – 2016.

 

Erindisbréf vegna starfshóps sem sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti 18. desember 2014 að setja á fót vegna sameiningar grunn- og tónlistardeilda Þingeyjarskóla á eina starfsstöð í húsnæði Hafralækjarskóla. Þar sem ljóst er að þessi breyting á skólahaldi í Þingeyjarskóla mun leiða af sér fækkun opinberra starfa í sveitarfélaginu telur sveitarstjórn mikilvægt að setja á stofn starfshóp til að leiða starf sem hefur það að markmiði að skapa tækifæri fyrir nýja starfsemi í sveitarfélaginu og eftir föngum styrkja umgjörð þeirrar starfsemi sem fyrir er. Í starfi sínu skal hópurinn leitast við að hafa samráð við íbúa sveitarfélagsins og rekstraraðila fyrirtækja sem þar starfa. Hópurinn skal leita utanaðkomandi ráðgjafar svo sem frá háskólum, símenntunarstöðvum, framhaldsskólum, atvinnuþróunarfélögum og öðrum stofnunum ef hópurinn telur að það gagnist verkefninu. Hópurinn skal skila sveitarstjórn áfangaskýrslu fyrir 1. apríl 2015.

Í starfshópnum sitja Arnór Benónýsson oddviti Þingeyjarsveitar og Heiða Guðmundsdóttir frá A-lista Samstöðu og Ragnar Bjarnason frá T-lista Sveitunga. Fyrsti fundur starfshópsins verður haldinn nk. fimmtudag.

Fundargerð 162 fundar sveitarstjórnar þingeyjarsveitar