Starf verkefnisstjóra vegna mótvægisaðgerða auglýst

0
65

Þingeyjarsveit auglýsir starf verkefnisstjóra mótvægisaðgerða vegna skipulagsbreytinga á stafsemi Þingeyjarskóla með höfuðáherslu á framtíðarnotkun skólahúsnæðis Litlulaugaskóla.

Þingeyjarsveit stærra

Um er að ræða 50% stafshlutfall og gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 15. júlí n.k.  Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga í mótvægisaðgerðum og heldur utan um þau verkefni sem unnið er að nú þegar og skilgreind verða síðar á verkefnistímanum sem er út árið 2015.

Hann er ennfremur tengiliður milli allra þeirra aðila sem að verkefninu koma, þ.e. íbúa, stofnana, fyrirtækja og stjórnvalda.

 

Leitað er að einstaklingi sem:

Hefur haldgóða menntun sem nýtist í starfinu.
Býr yfir frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
Hefur reynslu af verkefnastjórnun og/eða aðra starfsreynslu sem nýtist í starfinu.
Á gott með að laða fólk til samstarfs og leiða sameiginleg verkefni ólíkra aðila.
Er reiðubúinn til búsetu á svæðinu sem virkur þátttakandi í samfélaginu.

 

Frekari upplýsingar um starfið veitir staðgengill sveitarstjóra, Gerður Sigtryggsdóttir í síma 464 3322 eða á netfangið gerdur@thingeyjarsveit.is og framkvæmdastjóri atvinnuþróunarfélagsins, Reinhard Reynisson í síma 464 0415 eða á netfanginureinhard@atthing.is

Umsókn ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum sem umsækjandi vill koma á framfæri skal senda á  Þingeyjarsveit Kjarna, 650 Laugar eða á netfangið gerdur@thingeyjarsveit.is  eigi  síðar en 9. júlí  nk., merkt „Verkefnisstjóri mótvægisaðgerða“.