Stafrænar útsendingar RÚV hefjast 30. september

0
79

Nýtt dreifikerfi RÚV með stafrænum sjóvarpssendingum verður virkjað og gamla dreifikerfinu lokað 30. september 2014 nk. Með stafrænum sjónvarpssendingum, í gegnum loftnet, stórbatnar þjónusta RÚV við sjónvarpsáhorfendur um land allt. Frá þessu segir á vef RÚV.

Gamla dreifkerfinu verður lokað á eftirtöldum stöðum 30. sept
Gamla dreifkerfinu verður lokað á eftirtöldum stöðum 30. sept

 

Til að ná stafrænum útsendingum þarf í fæstum tilvikum aukabúnað. Þorri sjónvarpstækja sem hefur verið seldur á Íslandi undanfarin ár styður útsendingarstaðalinn DVB-T og nýjustu tækin DVB-T2. Þeir sem eiga eldri tæki (t.d. túbusjónvörp eða eldri flatskjái) þurfa hins vegar að kaupa stafræna móttakara sem fást víða. Þeir sem kaupa sjónvarpsáskrift um ADSL eða ljósleiðara á vegum Vodafone og Símans þurfa engar breytingar að gera en athugið að þótt RÚV sé dreift um þessi kerfi eru þau ekki hluti eigin kerfis RÚV.

 

 

Stafræn útsending RÚV þýðir að gæði útsendingar verða meiri. Samhliða stafrænum útsendingum hefjast útsendingar í háskerpu. Stefnt er að því að nýja dreifikerfið nái til a.m.k. 99,8% landsmanna fyrir árslok 2014 og verða þá tvær sjónvarpsrásir í boði í stað einnar nú.

Eftir því sem nýja, stafræna dreifikerfið tekur við af hliðrænu útsendingunni færist útsendingin yfir í háskerpu. Fyrir árslok 2014 verða 2 sjónvarpsrásir RÚV komnar um allt land og önnur þeirra í háskerpu(HD). Stefnt er að því að báðar verði í háskerpu 2016.

RÚV hefur samið við Vodafone um stafræna sjónvarpsútsendingu. UHF dreifikerfi Vodafone verður stækkað og eflt til að þjóna notendum RÚV. Útsendingar RÚV verða eftir sem áður opnar og ókeypis. Ekki er þörf á myndlykli eða áskrift að Vodafone til að ná þeim.

Spurningar og svör um stafrænu útsendingarnar.