Stærsti lax sumarsins veiddist í Laxá í gær

0
337

Stærsti lax sem vitað er að hafi veiðst í sumar veiddist í Laxá í Aðaldal í gær á Breiðeyri, veiðisvæðum Laxárfélagsins fyrir jörðum Jarlsstaða og Hjarðarhaga. Veiðimaðurinn er rússneskur og heitir Stanislav Danelyan. Laxinn reyndist 112 cm langur og er sennilega langstærsti laxinn sem komi hefur á land á Íslandi þetta sumarið. Frá þessu segir á Facebooksíðunni Laxá í Aðaldal – Big Laxá

Jón Helgi Vigfússon með þann stóra
Jón Helgi Vigfússon með þann stóra

 

Laxinn tók fluguna Hairy Mary Gray No. 8. Breiðeyri er gullfallegur veiðistaður neðan við eyjuna Ófærusker þar sem allbreið vík sker sig inn í vesturbakkann. Þanna eru nokkrar fallegar og fjölskrúðugar eyjar. Undanfarin ár hefur verið jöfn og góð veiði á ágúst og september á þessum veiðisvæðum, sérstaklega á Breiðeyri.

Mikið hefur verið um stórlax á veiðisvæðum Laxárfélagsins þetta sumar og algengt að fá 20 til 25 punda laxa.

 

Leiðsögumenn rússana voru þeir Jón Helgi Vigfusson og Vigfús B Jónsson feðgar á Laxamýri og tóku þeir meðfylgjandi mynd. Laxá í Aðaldal – Big Laxá