Staðabrautin loksins að verða ökufær

0
89

Nú hyllir loksins undir það að Staðabrautin, vegurinn frá Laxárvirkjun að vegamótunum við Lindahlíð í Aðaldal verði ökufær, því á dögunum var lagt bundið slitlag á kaflann frá Grímshúsum að Lindahlíð, íbúum við Staðabraut til mikillar gleði. Bundið slitlag verður lagt á kaflann frá Múla að Laxárvirkjun nk. mánudag. Það er vinnuflokkur Árna Helgasonar frá Ólafsfirði sem hóf vegavinnuna í ágúst sl. og hefur það gegnið hratt og vel fyrir sig.

Horft eftir Staðarbrautinni frá Lindahlíð.
Horft eftir Staðabrautinni frá Lindahlíð.

Staðabrautin hefur áratugum saman verði nánast ókeyrandi vegna þess hve óslétt hún hefur verið og var vegurinn á köflum  eins og eitt stórt þvottabretti.

Staðabrautin hefur verið á áætlun hjá vegagerðinni í tvo áratugi en alltaf verið hætt við að gera veginn ökufæran þar til núna.

Vegfarendur geta þó ekki keyrt hraðar en á 50 á meðan slitlagið er að troðast. En það  er litlu minni hraði en hægt var að keyra þennan veg áratugum saman ef vegfarendur vildu fara vel með ökutæki sín.

 

Ekki er búið að leggja bundið slitlag á kaflann frá Laxárvirkjun að Múla.
Ekki er búið að leggja bundið slitlag á kaflann frá Laxárvirkjun að Múla.