Sr. Gunnar Einar Steingrímsson er nýr prestur í Laufásprestakalli

0
803

Umsóknarfrestur um Laufásprestakall í Eyjafjarðar- og Þingeyjaprófastsdæmi, rann út 2. september s.l. Kjörnefnd valdi sr. Gunnar Einar Steingrímsson sem næsta sóknarprest prestakallsins. Frá þessu er greint á Kirkjan.is

Sr. Gunnar Einar Steingrímsson er fæddur á Akureyri 18. desember 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1994, BA-gráðu í guðfræði frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri 2007, og djáknaprófi frá Háskóla Íslands 2008.

Sr. Gunnar var vígður sem djákni í janúar 2009 til Grafarvogssóknar.

Hann lauk guðfræðiprófi, cand. theol., frá guðfræðideild Óslóarháskóla (TF) í júní 2015, og var vígður til prests í Niðarósdómkirkju hinn 30. ágúst 2015.

Sr. Gunnar Einar hefur starfað við barna- og æskulýðsmál í rúmlega þrjátíu ár. Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann tók að sér umsjón með yngri deild KFUM á Akureyri árið 1989. Síðan hefur hann starfað óslitið á kirkjulegum vettvangi.

Lesa meira hér.