Sólarhringsúrkoma á Staðarhóli jafn mikil og í júní og júlímánuði.

0
245

Mikið ringdi sl. sólarhring og samkvæmt úrkomumælingu á Staðarhóli í Aðaldal var úrkoma s.l. sólahring 33 mm. Heildarúrkoma á Staðarhóli í júnímánuði, var aðeins 7,5 mm og í júlímánuði var hún 27,6 mm. Í ágúst ringdi 11,0 mm. Það rigndi sum sé nánast jafn mikið í nótt og allan júní og júlí mánuð samanlagt.

 

Hermann Hólmgeirsson, sem lést þann 23. ágúst 2011, að taka sitt síðasta veður, 1. Júní 2011. Mynd: Birna Hómgeirsdóttir.

“Það mætti halda að skaparinn sé að reyna að jafna úrkomuna aðeins” sagði Bryndís Ívarsdóttir á Staðarbæ í viðtali við 641.is. Sumarið 2012 er eitthvert það þurrasta í manna minnum og stðafesta úrkomumælingarnar á Staðarhóli það.

Sjálfvirk veðurathugunarstöð verður sett upp á Staðarhóli nú í sept. en veðurathugunum var hætt 1. júní í fyrra, eftir 50 ára samfelldar athuganir þeirra Maríu Gerðu Hannesdóttur og Hermanns Hólmgeirssonar.
Hólmgeir Hermannsson og Bryndís Ívarsdóttir byrjuðu svo úrkomumælingar fyrir veðurstofuna í nóvember s.l. og munu halda því áfram.

María Gerður Hannesdóttir og Hermann Hólmgeirsson á Staðarhóli. Mynd: Birna Hólmgeirsdóttir.