Söfnunin gengur mjög vel

0
99

“Við erum gríðarlega ánægðir með viðtökurnar” sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður Landssambands Sauðfjárbænda í viðtali við 641.is í gær þegar hann var inntur eftir því hvernig fjársöfnun fyrir bændur, sem sem urðu fyrir tjóni í hamfaraveðrinu 10-11. september sl. gengur fyrir sig. “Það er greinilegt að landsmenn hafa fylgst vel með björgunaraðgerðunum og við finnum fyrir hlýhug í garð bænda” bætti Þórarinn við.

Þórarinn Ingi Pétursson

Söfnuninni er þó hvergi nærri lokið og meðal þeirra viðburða sem eru á döfinni er Kjötsúpudagurinn, sem verðu haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum í Reykjavík um næstu helgi og verður hann nýttur til fjársöfnunar.

Þann 3. nóvember nk. mun svo Kristján Jóhannsson stórsöngvari standa fyrir tónleikum í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Kristján mun koma fram ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Valgerði Guðnadóttur, Bjarna Thor Kristinssyni, Erni Viðari Birgissyni og undirleikari verður Guðrún Dalía. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til söfnunarinnar.

Þórarinn Ingi sagði menn óttast að hátt í 10.000 kindur hefðu drepist á Norðurlandi í óveðrinu. Um 3000 í Þingeyjarsýslu, 4-5000 í Skagafirði og í Eyjafirði og líklega í kringum 2000 í Húnavatnssýslum.

Tjónið í Þingeyjasýslu hefði þó orðið miklu meira hefðu menn ekki brugðist við ástandinu. Þórainn bar lof á viðbrögð sýslumanns og almannavarnarnefndar og sagði að þau viðbrögðu hefðu skipt sköpum um að ekki fór verr.