SO2 mengun á Kópaskeri

0
120

Styrkur SO2 fer nú hratt upp á við á  Kópaskeri og nágrenni.  Öllum er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum. Engir mælar eru á svæðinu en íbúar hafa orðið varir við mengunina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Almannanvarnadeild ríkislögreglustjóra vill minna á töflu um möguleg heilsuáhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika: http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2#Tab1

Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

Á vef Veðurstofu Íslands segir frá því í tilkyningu að líklegt áhrifasvæði loftmengunar vegna jarðelda í Holuhrauni sé í dag norður af gosstöðvunum og markast af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Í kvöld dregur úr vindi og verður hann vestlægari, áhrifasvæðið færist þá í austur og eru þá líkur á megnun frá Mývantssveit og austur í Vopnafjörð. Á morgun er gert ráð fyrir hægari suðvestan og vestanátt og líklegt áhrifasvæði er þá frá Vopnafirði í norðri og suður eftir Austfjörðum.