Snorri og Eyþór skólameistarar í Stórutjarnaskóla – Kristján og Gunnar efstir í Borgarhólsskóla

0
379

Í dag fór fram skólamótið í skák í Stórutjarnaskóla. Snorri Már Vagnsson vann alla sína andstæðinga og þar með titilinn skólameistari Stórutjarnaskóla í skák í eldri flokki. Hinn ungi og efnilegi skákmaður Eyþór Rúnarsson vann frekar óvæntan sigur í yngri flokki með 4 vinninga af 5 mögulegum. Alls tóku 17 krakkar þátt í mótinu í báðum flokkum.

Kristján, Snorri og Heiðrún
Kristján, Snorri og Heiðrún
Ari, Eyþór og Marge
Ari, Eyþór og Marge

 


Staða efstu keppenda:

1. Snorri Már Vagnsson              5          1. sæti eldri fl.
2. Kristján Davíð Björnsson         4          2. sæti eldri fl.
3. Eyþór Rúnarsson                    4          1. sæti y. fl.
4. Heiðrún Harpa Helgadóttir      3.5        3. sæti eldri fl.
5. Eyþór Kári Ingólfsson              3
6. Arnar Freyr Ólafsson               3  
7. Ari Ingólfsson                            3        2. sæti y. fl.
8. Elín Heiða Hlinadóttir                3  
9. Marge Alavere                         3          3. sæti y. fl

Í gær fór fram skólamót Borgarhólsskóla á Húsavík. Björn Gunnar Jónsson varð skólameistari í eldri flokki og þurfi hann ekki mikið að hafa fyrir sigrinu þar sem hann var eini keppandinn. Í ynrgi flokki vann Kristján Ingi Smárason öruggan sigur en hann vall allar sínar skákir sex að tölu.

Erla, Magnús, Kristján og Arnar
Erla, Magnús, Kristján og Arnar
Björn Gunnar
Björn Gunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá nánar á vef Skákfélagsins Hugins

Næst komandi laugardag fer fram opið barna og unglinga mót í skák á Húsavík. Mótið hefst kl 14:00 í Framsýnarsalnum og fá allir keppendur páskaegg í verðlaun.

.