Snorri, Kristján og Rúnar sigurvegarar á skákmótum gærdagsins

0
153

Skákfélagið Huginn hélt tvö skákmót í gær á Húsavík. Um miðjan dag fór Skákþing Hugins fyrir 16 ára og yngri fram og kepptu 18 börn og unglingar á því móti. Snorri Már Vagnsson og Kristján Ingi Smárason urðu meistarar í sínum aldursflokkum. Allir keppendur fengu páskaegg í þátttökuverðlaun. Lesa má nánar um mótið á skákhuginn.is

Keppendur á skákþingi Hugins U-16
Keppendur á skákþingi Hugins U-16

 

Um kvöldið fór svo fram Páskaskákmót Hugins í fullorðinsflokki og vann Rúnar Ísleifsson mótið eftir afar jafna og spennandi keppni. Einnig má lesa nánar um það mót á skákhuginn.is