Nú er norðanáhaupið að mestu gengið niður og samkvæmt veðurspá lægir í kvöld og kólnar. Spáð er þó nokkru frosti í vikunni eða allt að -15 gráðum í innsveitum. Talsvert mikið hefur snjóað í Suður-Þingeyjarsýslu, en mis mikið eftir sveitum eins og gengur.
Hér fyrir neðan má skoða nokkrar skemmtilegar myndir sem voru teknar í gær og í dag.
Valgerður Jónsdóttir á Vöglum í Fnjóskadal tók þessa skemmtilegu mynd af því þegar eiginmaður hennar, Rúnar Ísleifsson, var hálfnaður við að moka upp bílinn þeirra.

Sigurður Ólafsson á Sandi í Aðaldal tók þessa mynd þar í dag.

Gísli Árnason á Laxárbakka í Mývatnssveit tók þessa mynd í dag.

Guðný Grímsdóttir Lautum í Reykjadal tók þessa mynd af trjám við Hóla í sömu sveit í gær.
