Snjómokstur á Mývatni vegna Fast 8

0
171

Þessa daganna stendur mikil snjómokstur yfir á Mývatni, en moka þarf öllum snjó af ísnum á vatninu á um 40 hektara stóru svæði vegna kvikmyndarinnar Fast 8, en tökur á atriðum úr þeirri kvikmynd fara fram í mars á Mývatni. 40 sentimetra djúpur snjór er á ísnum á Álftabáru fyrir utan bæinn Álftagerði í Mývatnssveit, en þar munu tökurnar fara fram.

Mokstur á Mývatni
Mokstursbíll á Mývatni í dag

Fjögur moksturstæki voru á ísnum í dag og í gær, enda ansi mikið verk að moka öllum snjó af 40 hekturum. Óljóst er hvenær því verki lýkur.

Samkvæmt heimildum 641.is þarf ísinn að verða eins og á góðu 40 hektara skautasvelli og því líklegt að moka þurfi í hvert sinn sem eitthvað snjóar.

Von er á ísvél, sambærrilegri þeim sem notaðar eru á skautasvellum, til þess að gera ísinn sléttann, þegar snjómokstri lýkur. Hugsanlegt er að vatni verði líka sprautað á ísinn til að flýta fyrir og auðvelda verkið.

Fast 8 – Fast and the Furious tekin að hluta til í Mývatnssveit í mars
Fast 8 – Engir leikarar koma, bara bílarnir