Snjóflóð stórskemmdi 50 ára stafafurureit í Þórðarstaðaskógi

0
89

Hálfrar aldar gamall furureitur í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal stórskemmdist í snjóflóði sem féll í kjölfar stórhríðarinnar fyrir síðustu helgi, 20. og 21. mars. Hvort hægt verður að nýta viðinn af brotnu trjánum kemur ekki í ljós fyrr en snjóa leysir. Frá þessu segir á vefnum skógur.is

Mynd: Sigurður Skúlason
Mynd: Sigurður Skúlason

Ekki er vitað nákvæmlega hvernær snjóflóðið féll en Sigurður Skúlason, fráfarandi skógarvörður á Vöglum, man ekki eftir því að flóð hafi fallið á þessum stað áður. Beggja vegna við hafi hins vegar fallið spýjur. Þetta flóð kom úr gili ofan skógarins, fór niður milli hóla og breiddi úr sér þar fyrir neðan. Sigurður segir að víða í skóginum séu merki um snjóbrot enda snjóþungur vetur í Fnjóskadal og mikið fannfergi í skóginum núna. Við fyrstu sýn virðist sem um tveir þriðju reitsins hafi skemmst. Sjá nánar hér