Snjóflóð féll að kirkjunni í Laufási

0
169
Snjóflóð sem féll úr Laufáshnjúki í dag fór yfir Grenivíkurveg og nánast alveg upp að veggnum á Laufáskirkju og að Gamla bænum. „Þetta er stór fleki, óvanalega stór á þessum stað,“ segir Benedikt Steinar Sveinsson sem minnist þess ekki að snjóflóð hafi farið svo nærri kirkjunni áður. Spýjan sem fór upp að kirkjunni var þó lítil en náði nánast alveg upp að vegg, segir Benedikt. Frá þessu segir á rúv.is
Laufás
Laufás
„Það var lán að það skyldi ekki fara lengra. Þá hefði þetta farið á guðshúsið,“ segir séra Bolli Pétur Bollason, prestur í Laufásprestakalli. Hann var ekki heima við þegar snjóflóðið féll. Hann fékk sendar myndir og gat því virt fyrir sér verksummerkin. Gamli bærinn er lokaður að vetri til og því enginn þar þessa stundina.  Núverandi kirkja hefur staðið í um 150 ár.