Smári skákmeistari Goðans-Máta

0
117

Smári Sigurðsson varð skákmeistari Goðans-Máta í dag þegar skákþingi félagsins lauk á HúsavíkBirkir Karl Sigurðsson varð efstur á mótinu en þar sem hann keppti sem gestur stóð Smári uppi sem sigurvegari. Páll Andrason, sem vann Stephen Jablon og Guðmundur Kristinn Lee, sem gerði jafntefli við Smára Sigurðsson í lokaumferðinni, urðu í 2-3. sæti á mótinu.

Verðlaunahafar. Hlynur, Stephen, Ármann, Bjarni, Smári og Jón Aðalsteinn
Verðlaunahafar. Hlynur, Stephen, Ármann, Bjarni, Smári og Jón Aðalsteinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlynur Snær Viðarsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri með 3,5 vinninga. Jón Aðalsteinn Hermannsson varð í öðru sæti með 3 vinninga og Bjarni Jón Kristjánsson varð í 3. sæti með 2. vinninga. Jón og Bjarni voru að taka þátt í sínu fyrsta kappskákmóti og stóðu sig með mikilli prýði. Sömu sögu er að segja af þeim Helga James og Jakub, þeir stóðu sig einnig vel á sínu fyrsta kappskákmóti.

Sjá nánari úrslit hér og myndir frá mótinu hér