Smári Sigurðsson vann sigur á Héraðsmóti HSÞ í skák sem fram fór á Laugum í Reykjadal á sumardaginn fyrsta. Smári vann sex skákir og gerði jafntefli í einni skák. Frá þessu segir á vef skákfélagsins Hugins

Héraðsmeistari liðins árs, Tómas Veigar Sigurðarson varð í öðru sæti með sex vinninga og Jakob Sævar Sigurðsson varð þriðji með fjóran og hálfan vinning, örlítið stigahærri en Rúnar Ísleifsson, sem einnig fékk fjóran og hálfan vinning.