Smári 15 mín skákmeistari Goðans-Máta

0
96

Smári Sigurðsson vann öruggan sigur á 15 mín skákmóti Goðans-Máta sem fram fór á  föstudagskvöld. Smári vann alla sína andstæðinga 7 að tölu. Smári vann 15 mín mótið í þriðja sinn í röð í og vann þvi verðlaunabikarinn til eignar. Var þetta í fimmta skiptið sem Smári vann 15 mín mótið og hefur Smári einokað sigurinn í mótinu fyrir utan eitt skipti þegar Jakob Sævar bróðir hans vann það árið 2009.

Verðlaunahafar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jakob Sævar og Hermann Aðalsteinsson urðu jafnir að vinningum í öðru sæti, en Jakob hlaut annað sætið á stigum. Þeir félagar tefldu saman í lokaumferðinni og endað sú skák með jafntefli.

Hlynur Snær Viðarsson varð efstu í flokki 16 ára og yngri með 3 vinninga. Bjarni Jón kristjánsson varð í öðru sæti og Jón Aðalsteinn Hermannsson varð í þriðja sæti.     Sjá nánar á heimasíðu Goðans-Máta.