Kýrnar á Mánárbakka á Tjörnesi voru settar út í fyrsta skipti á þessu sumri í dag. Að sögn Bjarna Sigurðar Aðalgeirssonar bónda á Mánárbakka fara kýrnar hans nú um það bil viku seinna út en í meðalári. Að sögn Bjarna er komin ágætur hagi fyrir þær enda er gott að búa á Tjörnesi eins og allir vita. Sunna Mjöll Bjarnadóttir tók meðfylgjandi myndir í dag.

