Sláttur hafinn

0
251

Sigurður Hálfdánarson bóndi á Hjarðarbóli í Aðaldal hóf slátt 11. júní sl. fyrstur bænda í Þingeyjarsýslu. Marteinn á Kvíabóli hóf heyskap í gær þegar hann sló 14 hektara og Sveinbjörn Sigurðsson á Búvöllum hefur slátt í dag.

Nýslegið tún á Múla 2. Mynd: Guðný Gestsdóttir
Nýslegið tún á Múla 2. Mynd: Guðný Gestsdóttir

Guðný Gestsdóttir og Aðalgeir Karlsson bændur í Múla 2 í Aðaldal hófu einnig slátt í gær og man Guðný ekki til þess að sláttur hafi verið hafinn svona snemma áður. Að sögn Guðnýjar var komið nægt gras á túnin sem voru slegin í gær og h0rfurnar góðar.

641.is er ekki kunnugt um að sláttur sé hafinn á öðrum bæjum í sýslunni, en þar sem tíðarfarið hefur verið með eindæmum hagstætt þetta vorið er líklegt að flestir bændur hefji slátt mun fyrr en í meðalári.