Sláttur hafinn á Mánárbakka

0
84

Sl. sunnudag hóf Bjarni Sigurður Aðalgeirsson bóndi á Mánárbakka slátt. Bjarni sló um 10 hektara og var stykkið ágætlega sprottið að sögn Bjarna. Bjarni ætlar að rúlla þessa tíu hektara áður en hann slær meira. 641.is veit ekki betur en að Bjarni sé fyrstur bænda til að hefja heyskap austan Vaðlaheiðar.

Sláttur hafinn á Mánárbakka. Mynd: Sunna Mjöll Bjarnadóttir.
Sláttur hafinn á Mánárbakka. Mynd: Sunna Mjöll Bjarnadóttir.

Að sögn Bjarna að eru öllt tún að verða sláandi á Mánárbakka að fjórum hekturum undanskildum, en þeir gjörbreytast á nokkrum dögum ef það verða hlýindi eins og spáin segir.
Meðfylgjandi mynd tók Sunna Mjöll Bjarnadóttir.