Slátrun gengur vel hjá Norðlenska – Lömbin mun léttari en í fyrra

0
166

“Sláturtíð hefur gegnið vel þar sem af er og samstarf við bændur um skipulag sláturunar gegnur vel”, sagði Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík í spjalli við 641.is í dag. Sláturféð er miklu léttara en í fyrra og fituminna. “Meðalþyngd dilka nú á níunda sláturdegi er 15,62 kíló en meðalþyngd alla sláturtíðina í fyrra var 17,34 kíló sem var algjört metár og því varla samanburðarhæft” að sögn Sigmundar.

Úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Mynd : Norðlenska.is
Úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Mynd : Norðlenska.is

Meðalþyngd dilka hjá Norðlenska undanfarin ár er í kringum 16 kíló, ef árið í fyrra er undanskilið og því lítur út fyrir að meðalþyngdin í ár verði eitthvað undir þeirri tölu haldi fram sem horfir. Það er í samræmi við það sem flestir bjuggust við eftir kalt og blautt sumar Norðan og Austanlands.

Í þessari viku er 2000-2200 dilkum slátrað á dag en stefnt er á að slátra 2400 dilkum á dag í næstu viku og svo út sláturtíðina. Sigmundur sagðist reikna með að fyrri sláturumferð ljúki 29-30. september, sem er nokkuð fyrr en vanalega.

 

Að sögn Sigmundar gekk mönnun á sláturhúsið ágætlega en mjög vant erlent starfsfólk sem kemur ár eftir ár til vinnu í sláturtíðinni, er um helmingur starfsfólks. Sumt af þessu erlenda starfsfólki er búið að vinna hjá Norðlenska í áratug og því afar dýrmætt starfsfólk. Heimafólk er um helmingur alls starfsfólks í sláturtíðinni.