Skútustaðahreppur verður heilsueflandi samfélag

0
460

Birgir Jakobsson Landlæknir skrifaði í dag undir samning við Yngva Ragnar Kristjánsson oddvita Skútustaðahrepps um að Skútustaðahreppur verði heilsueflandi samfélag, en skrifað var undir samninginn í íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð. Skútustaðahreppur skuldbindur sig til að gera það sem hann getur til að stuðla að bættri heilsu og líðan íbúanna.

Á vef Landlæknis segir m.a. að samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum sé Heilsueflandi samfélag. Í heilsueflandi samfélagi er stöðug áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði, og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.

Lesa nánar um heilsueflandi samfélag á vef landlæknis.