Skútustaðahreppur – Sveitarstjórapistill nr. 33 kominn út

0
221
Þorsteinn Gunnarsson

Sveitarstjórapistill nr. 33 í Skútustaðahreppi er kominn út í kjölfar sveitarstjórnarfundar sem haldinn var í 9. maí.

Í pistlinum er m.a. fjallað um sölu sveitafélagsins á hlut sínum í Jarðböðunum, endurskoðaða umhverfisstefnu, samningur slökkviliðsins vegna Vaðlaheiðarganga, vel sóttan og fróðlegan íbúafund um húsnæðismál, söfnun á brotajárni, bílhræjum og timbri, hreinsunardaginn, aukna þjónustu í sorphirðu fyrir sumarhúsaeigendur, sorpflokkunartunnur settar á helstu ferðamannastaði, malbikunarframkvæmdir í maí og margt fleira.

Pistlarnir koma út tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda í Skútustaðahreppi. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og koma því á framfæri sem verið er að vinna að hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála. Allar ábendingar eru vel þegnar. Eldri pistla má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is

Sveitarstjórapistill nr. 33 – 9. maí 2018