Skrifað undir samninga um Vaðlaheiðargöng 1. febrúar

0
201

„Framkvæmdir hefjast væntanlega í apríl, en sjálf gangagerðin í júlí,“ segir Gísli Eiríksson hjá Vegagerðinni um gerð Vaðlaheiðarganga. Samningar við ÍAV og svissneska fyrirtækið Matri um gerð ganganna eru á lokastigi. Pétur Þór Jónasson stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga  segir þessa dagana verið að ganga frá öllum lausum endum, samkomulag sé um alla stærstu þætti verksins. Frá þessu er sagt á vef Vikudags á Akureyri.

gangaganga 18.9.2010

„Það hefur verið góður gangur í þessu undanfarna daga, en við erum sem sagt loksins farin að sjá fyrir endann á þessu langa ferli.“ Undirskrift samninganna hefur þegar  verið ákveðin, skrifað verður formlega undir í Menningarhúsionu Hofi, föstudaginn 1. febrúar.

 

Fagnaðarefni

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra er jafnframt þingmaður í Norðausturkjördæmi. Hann segist hafa beðið lengi eftir formlegri undirskrift.

„Þetta hefur vissulega tekið langan tíma, en stundum er sagt að góðir hlutir gerist hægt. Ég hef fylgst nokkuð náið með gangi mála, núna sjáum við loksins fyrir endann á undirbúningi verksins. Ég sem ráðherra og þingmaður kjördæmisins fagna þessum áfanga auiðvitað sérstaklega. “

Hann segir að á næstunni verði verktökum afhent útboðsgögn vegna Norðfjárarganga.

„Það er því tvöföld ástæða fyrir okkur í kjördæminu til að fagna.“

Göngin tilbúin í lok 2016

Miðað við sambærileg verkefni er búist við að heildarfjöldi starfsmanna verði um 80 manns í þrjú og hálft ár. Til þessa hefur verið talað um að erlendir starfsmenn verði um 25 í tvö ár.

Gísli Eiríksson hjá Vegagerðinni segir stefnt að því að Vaðlaheiðargöng verði formlega tekin í notkun í desember 2016.