Skráning hafin fyrir Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7. júlí

0
128

Nú styttist í Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi dagana 4.-7. júlí. HSÞ stefnir þangað með mikið og öflugt lið til keppni. Skráning er nú hafin og er hún hjá HSÞ í síma: 896-3107 eða á netfanginu: hsth@hsth.is. Áhugasamir endilega hafi samband, en skráningu líkur á mánudagsmorgun!

Landsmót UMFÍ 2013Opin skráning verður samt í 10 km götuhlaupi, pútti og boccia, þ.a. hægt er að skrá sig í þessar greinar á staðnum.

HSÞ hvetur Þingeyinga til að fjölmenna á Selfoss bæði til keppni og til að hvetja sitt fólk til dáða.

 

HSÞ tjaldið verður á sínum stað á Landsmótinu og þar verður heitt á könnunni auk bakkelsis sem er orðin hefð fyrir að fólk sameinist um að leggja í púkkið. Jafnframt verður sameiginlegt grill á laugardagskvöldinu.

Nánari upplýsingar um mótið eru á: www.umfi.is   [scroll-popup-html id=”12″]