Skráning á Unglingalandsmót og nýir HSÞ – jakkar

0
76

Þá er hafin skráning til þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á Höfn í Hornafirði dagana 2. – 4. ágúst (verslunarmannahelgina). Keppni á mótinu er fyrir 11 – 18 ára. Skráning HSÞ krakkanna er hjá Friðriku á netfanginu: hamrab@simnet.is  Frá þessu er sagt á vef HSÞ

HSÞKeppt er í fjölmörgum greinum, en mótið er einnig fjölskylduhátíð með fjölmörgum viðburðum. Hægt er að taka þátt í leiklistarnámskeiði, keppni fyrir 10 ára og yngri á frjálsíþróttavellinum og ýmsum öðrum viðburðum. Sjá nánar á www.ulm.is.

Tjaldbúðir HSÞ verða á sínum stað á keppnistjaldsvæði mótsins, en frítt er á tjaldsvæðin, en greiða þarf fyrir rafmagn. HSÞ tjaldið verður á staðnum og verður þar heitt á könnunni, kakó og meðlæti. Hefð er fyrir því að aðstandendur keppenda leggi til meðlæti á sameiginlegt hlaðborð sem er í tjaldinu á kvöldin.

Skrúðganga – Keppendur ganga fylktu liði inn á leikvang unglingalandsmótsins á föstudagskvöldinu undir sínum félagsfána. HSÞ krakkarnir þurfa að verða sér út um HSÞ galla eða jakka og vera þá í svörtum buxum við í skrúðgöngunni. HSÞ jakkarnir verða til sölu í HSÞ tjaldinu á kr. 5.000,-

Njótum skemmtilegrar fjölskylduhátíðar saman um verslunarmannahelgina á unglingalandsmóti UMFÍ.

Nýir HSÞ jakkar voru teknir í notkun á landsmóti UMFÍ. Jakkarnir eru merktir afmælisárinu okkar – en HSÞ veður 100 ára árið 2014.  Jakkarnir eru verulega niðurgreiddir, en Sparisjóður Þingeyinga styrkti kaup á jökkunum. Jakkarnir seljast á kr. 5.000,-

Treyjur_framhlid_357x640

 

Treyja_bak_448x640Á landsmóti UMFÍ reyndust þessir jakkar mjög vel,

en þeir hrinda frá sér bleytu og vorum við því þurr
í rigningunni á Selfossi sem vorum í þessum jökkum.

 

 

Pantanir á jökkunum eru í síma: 896-3107 eða á netfanginu: hsth@hsth.is