Skottsala í Vaglaskógi

0
190

Í góða veðrinu í dag var boðið uppá skottsölu á bílastæðinu við Verslunina í Vaglaskógi. Þetta var í prófað í fyrra og gekk þá mjög vel, og nú komu enn fleiri til að selja varning. Segja má að þar hafi nú verið fjölbreytt úrval. Notuð föt og skór, nytjamunir, lakkrís, lukkupakkar, rúgbrauð, handverk, sultur, ný föt, skartgripir, nýupptekið grænmeti, harðfiskur og siginn fiskur og margt margt fleira. Það kostaði ekkert að koma og vera með og því var ekki vitað hve margir væru að selja, en einn þátttakenda sagði að það væru örugglega um 40 aðilar.  Það eru þeir Steinþór Árdal frá Dæli og Sindri Geir Óskarsson tengdsonur í Dæli sem reka Verslunina í Vaglaskógi í sumar. Þeir voru kátir og hressir í dag voru með tilboð á grilluðum pylsum og kók, vatnsbrúsi fylgdi frítt með. Ísvélin var auðvitað í gangi og margir sólgnir í ís í þessu yndislega veðri. Fréttaritari rak augun í bókhillu inni í búðinni, þarna voru bækur á ýmsum aldri og fólki stendur til boða að taka sér bók og skilja aðra eftir, nú eða kaupa sér bók á 400 kr. Frábær hugmynd fyrir fólk sem vill hafa það rólegt í fríinu og lesa. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

 

 

 

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

 

 

 

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

 

 

 

 

Steinþór Árdal grillari.
Steinþór Árdal grillari.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sindri Geir afgreiðir ís.
Sindri Geir afgreiðir ís.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verslunin er opin til 20:00 virka daga og til 22:00 föstudags og laugardagskvöld, þeir halda úti facebook síðu og þar er hægt að fylgjast með veðrinu í skóginum og fleiru sem þeim dettur í hug að setja þar inn. Það er mjög oft miklu hlýrra í Skóginum en annars staðar.