Skottsala á Fosshóli

0
288

Í dag sunnudag stóðu Handverkskonur milli heiða fyrir Skottsölu á grasblettinum sunnan við búðina á Fosshóli. Fjölmargir mættu á bílum sínum og tóku alls kynns gersemar út skottum sínum. Þarna mátti finna notaðan fatnað, bækur, málaða steina, snyrtivöru, handverk, prjónles, bakkelsi, plöntur, púða, gamla skrautmuni, grasöl, egg úr hamingjusömum hænum og margt fleira. Veður var með miklum ágætum, sól af og til aðeins gola, en svo kom kröftugur skúr þegar liði var lang á daginn og þar sem margir voru með fatnað eða viðkvæmt handverk tók fólk saman föggur sínar og hélt heim.

Ingileif sem bjó lengst af á Bólstað og Svanhildur á Engi spjalla og gleðjast.
Ingileif sem bjó lengst af á Bólstað og Svanhildur á Engi spjalla og gleðjast.

 

 

 

 

 

Hafdís "okkar" frjálsíþróttakona með fata og skósölu og Guðrún á Mýri mátar rauða skó.
Hafdís “okkar” frjálsíþróttakona með fata og skósölu og Guðrún á Mýri mátar rauða skó.

 

 

 

 

 

kertastjakar úr eik og fleira.
kertastjakar úr eik og fleira.

 

 

 

 

 

notuð föt og bakkelsi
notuð föt og bakkelsi

 

 

 

þessi unga kona, Bjarney Anna Jóhannssesdóttir, var að selja geisladisk með eigin tónlist, hún hannaði og teiknaði umslagið sjálf. Diskurinn heitir Rat manicure.
þessi unga kona, Bjarney Anna Jóhannesdóttir frá Akureyri, var að selja geisladisk, Rat manicure, með eigin tónlist,  hún hannaði og teiknaði umslagið sjálf.  Finna má Bjarney á facebook.

 

 

 

 

 

Bjargey Anna er einnig að framleiða varaliti að mestu náttúrulega. Í þeim er bývax, ólivuolía, vallhumall, castor olía og fleira, þessi varalitur þurrkar ekki varirnar og er græðandi.
Bjarney Anna er einnig að framleiða og selja varaliti, gerða að mestu úr náttúrulegu efnum. Í þeim er bývax, ólivuolía, vallhumall, castor olía og fleira, þessi varalitur þurrkar ekki varirnar og er græðandi.