Skólaslit Þingeyjarskóla

0
391

Þingeyjarskóla var slitið við hátíðlega athöfn í Ýdölum í gærkvöld. Harpa Þ Hólmgrímsdóttir skólastjóri stjórnaði athöfninni og umsjónarkennarar afhentu nemendum sínum einkunnarspjöld. Börn úr leikskólanum Krílabæ og Barnaborg útskrifðuðust en þau hefja svo nám við Þingeyjarskóla næsta haust. Tónlistarkennararnir Pétur Ingólfsson, Guðni Bragason og Knútur Emil Jónasson spiluðu nokkur lög og viðstaddir sungu með. 10 bekkingar útskrifuðust úr grunnskóla og fengu blóm og gjafir frá Danska sendiráðinu og kvenfélagi Aðaldæla. Agnes Gísladóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og Harpa Lind Pálsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðar framfarir í námi. Boðið var upp á kaffiveitingar að lokinni athöfn. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gærkvöld.

Agnes Gísladóttir, Rut Benediktdóttir, Atli Björn Atlason og Harpa Lind Pálsdóttir. Á myndina vantar Guðna Hávarð Birnuson
Agnes Gísladóttir, Rut Benediktdóttir, Atli Björn Atlason og Harpa Lind Pálsdóttir. Á myndina vantar Guðna Hávarð Guðnason.
Harpa Hólmgrímsdóttir skólastjóri Þingeyjarskóla.
Harpa Hólmgrímsdóttir skólastjóri Þingeyjarskóla.
Þessir krakkar voru að útskrifast úr leikskóla.
Þessir krakkar voru að útskrifast úr leikskóla.