Skólasetning Framhaldsskólans á Laugum

0
205

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur sunnudaginn 30. ágúst 2015 kl. 18.00. Athöfnin verður í íþróttahúsi skólans. Heimavistir verða opnaðar sama dag, 30. ágúst kl. 13.00 og verða lyklar að heimavistarherbergjum afhentir á skrifstofu skólans frá þeim tíma.

Laugar logoForeldrar og forráðamenn eru velkomnir á skólasetninguna og verður öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar í mötuneyti skólans að lokinni skólasetningu. laugar.is