Skólameistarar í skák

0
175

Öllum skólamótunum í skák er nú lokið í grunnskólum suðursýslunnar og var hart barist um sigurinn á mótunum. Keppt var í tveimur aldurs flokkum á skólaskákmótunum, 1-7. bekk og 8-10. bekk. Tveir efstu í báðum aldursflokkum úr öllu skólunum, unnu sér keppnisrétt á sýslumótinu í skólaskák sem fram fer væntanlega í Litlulaugaskóla í fyrstu viku eftir páskafrí. Á heimasíðu Skákfélagsins GM-Hellis, má sjá úrslit úr mótunum  hér og hér

Keppendur á skólamótinu í Stórutjarnaskóla.
Keppendur á skólamótinu í Stórutjarnaskóla.
Eldri flokkur í Reykjahlíðarskóla
Eldri flokkur í Reykjahlíðarskóla.
Yngri flokkur í Reykjahlíðarskóla.
Yngri flokkur í Reykjahlíðarskóla.
Hluti keppenda í Borgarhólsskóla.
Hluti keppenda í Borgarhólsskóla.
Keppendur í Litlulaugaskóla
Keppendur í Litlulaugaskóla