Skólahljómsveit Stórutjarnaskóla komst áfram í Nótunni.

0
680
Á sviðinu í Hofi

 

Æfingarbúðir í Stórutjarnaskóla ásamt Jaan og Mariku

Skólahljómsveit Stórutjarnaskóla sem telur 18 nemendur í 5. – 10. bekk voru að keppa í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla. Undankeppni var í Hofi fyrir norður og austurland og komust þau áfram í flokknum “Samspil á grunnstigi” og munu þau keppa í Hörpu 4. mars n.k.
Nemendurnir léku lag eftir Jaan Alavere sem heitir Sumarfrí, það lag samdi Jaan sérstaklega fyrir hljómsveitina og útsetti með getu hvers og eins í huga. Leikið var á 12 hljóðfæri. Í Hofi kepptu 29 atriði 10 fengu viðurkenningu og 7 af þeim komust áfram í lokakeppnina.

Vorið 2016 gerðu Marika og Jaan tilraun til að vera með æfingabúðir í skólanum. Það lukkaðist svo vel að síðan hafa verið 24 stunda æfingabúðir tvisvar yfir veturinn. Þá er Jaan búin að leggja mikla vinnu í útsetningar á lögum fyrir hljómsveitina. Jaan og Marika hafa fundið fyrir miklum framförum hjá nemendum sínum eftir að þau byrjuðu með þessar æfingabúðir, þau læra líka að spila saman og að vera í hljómsveit.
Í æfingabúðunum gista nemendur og æfa stíft, en þar er líka brugðið á leik, borðuð pizza, jafnvel dansað og allir skemmta sér.

Myndirnar tók: María Sigurðardóttir Lækjavöllum.