Skólahald fellur niður á morgun í Þingeyjarsveit.

0
62

Allt skólahald fellur niður í Stórutjarnaskóla á morgun, föstudaginn 2. nóvember, vegna veðurs og ófærðar. Skólahald fellur einnig niður í grunn- og leikskóladeildum Hafralækjarskóla á morgun, af sömu ástæðum.

Reiknað er með að opið verði á Krílabæ en haft verður samband við foreldra í fyrramálið ef það breytist.

Foreldraviðtöl í Litlulaugaskóla eru á áætlun á morgun, en verða afboðuð í síma í morgunsárið, ef veður verður enn vont í fyrramálið.