Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga 70 ára

0
147

Skógræktarfélag Suður Þingeyinga hélt upp á 70 ára afmæli sitt í gær með veglegri afmælishátíð í Fossselsskógi í blíðskaparveðri. Um 50 gestir lögðu leið sína í Fossselsskóg af þessu tilefni.  Agnes Guðbergsdóttir formaður Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga bauð gesti velkomna við Geirasel, sem er staðsett í miðjum skóginum. Indriði Ketilsson frá Ytra Fjalli rakti sögu félagsins og Sigurður Skúlason ávarpaði gesti við Geirasel.

Gestir við Geirasel í Fossselsskógi.
Gestir við Geirasel í Fossselsskógi.

 

 

Að því loknu voru gestum boðin leiðsögn um skóginn í tveimur hópum. Gaukur Hjartarson og Agnes Guðbergsdóttir veittu leiðsögnina.

 

Gaukur Hjartarson fer fyrir hópi gesta.
Gaukur Hjartarson fer fyrir hópi gesta.
Það var hressandi Ketilkaffið.
Það var hressandi Ketilkaffið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að leiðsögn lokinni var boðið upp á myndarlega afmælistertu í tilefni dagsins og ketilkaffi við Kvennabrekku, sem er syðst í skóginum. Börnunum var skemmt með hinum ýmsu leikjum en hinir eldri settust niður í Kvennabrekku og nutu veitinganna.

Hægt er að skoða stærri útgáfu af myndunum með því að smella á þær.

Börnin að skoða sig um í skóginum.
Börnin að skoða sig um í skóginum.
Við Kvennabrekku
Við Kvennabrekku