Skógardagur í Halldórsstaðaskógi í Bárðardal á laugardaginn

0
294

Laugardaginn 24. júní nk. verður haldinn sérstakur Skógardagur í reit Umf Einingar í Halldórsstaðaskógi í Bárðardal. Skógardagurinn er hluti að undirbúningi 100 ára afmælis vinnu Bárðdælinga í Halldórsstaðaskógi árið 2018.

Mæting í Reitinn er upp úr hádegi. Gott væri að hafa með sé greinaklippur eða bogasagir og hanska á höndum. Verkið er að heinsa gróður frá girðingunni og setja greinar í kesti í skóginum.

Fólk er hvatt til að hafa með sér nesti í sameiginlega kaffidrykkja á leikvellinum sem gerður var 1922, að verki loknu. Fyrir hönd Girðinganefndar Einingar Jón Aðalsteinn Hermannsson.