Skjálfandafljót – Kynningarfundur í Ljósvetningabúð 8. mars 2016

0
270

Ég var á fundi um virkjanir í Skjálfandafljóti og lífríkis Skjálfandafljótsins í Ljósvetningabúð. Mjög fróðlegur fundur og vísindamenn okkar eru frábærir. Málflutningur þeirra vel skiljanlegur og má hiklaust segja góðar horfur á að Skjálfandafljót í Bárðardal geti orðið gott laxveiði vatnsfall. Hrygningarskilyrði sæmileg, t.d. sunnan Einbúa eftir að vatnið úr Kálfborgaránni hefur fallið í fljótið. Athygli vakti að ekki rafveiddust nein seiði úr sleppingum, eingöngu laxaseiði eftir hrygningu, þá síðustu tveggja sumar (2013 /2015) þar og líka sunnan varnargarðsins sunnan Vallakvíslar í Stóruvallalandi.

Jón Aðalsteinn Hermannsson
Jón Aðalsteinn Hermannsson

Þar voru eins og tveggja ára seiði og það sem kom mest á óvart hvað Mjóadalsá kom vel út. Enda er það svo, eftir að Fiskáin fellur í ána, sem er vatn úr Íshólsvatni er Mjóadalsá mun lífríkara vatnsfall. Fiskáin er stutt, en með mjög miklu og góðu lífríki. Ofan þess er Fiskáin fellur í Mjóadalsá (í fossi) sú á er trúlaga líflítil. Þó ekki hafi rafveiðst nema einsárs laxaseiði í Mjóadalsá þá vitum við ekki hvenær fyrsta hrygning gerðist, máski árið 2014.

Tel að Skjálfandafljót sé ekki lengur sama vatnsfallið og var, hlýnun jarðar? Til þess að Fljótið verði enn betra til laxveiði og ali upp seiði, þarf helst að virkja það einkversstaðar. Margir virkjunar kostir voru sýndir. Olli miklum vonbrigðum með Hrafnabjargarvirkjun.

Til þess að hún gangi þá þarf að búa til gríðarmikið lón, fleiri ferkílómetra að stærð og sökkva miklum landi og hluta Króksdals, lón sem tæmdist að miklu leyti að vori og væri lungann úr sumrinu að fyllast aftur, sem þýður ekkert fiski líf. Virkjunin væri mjög hagkvæm. En ekki hagkvæm náttúrunni. Þeir vísindamenn er töluðu á fundin eru bara að vinna vinuna sína og gera það vel. Búin er til skali frá einum og uppí sex, virkjun, sem fengi einkunn þrjá, væri mjög hagkvæm en virkjun sem fengi sex væri á mörkunum að bera sig,„að vera sjálfbær“.

Eftir fundinn þá er maður miklu meira mótfallin hugmyndum um Hrafnabjargarvirkjun. Umkverfismat og röðun í nýtingarflokk er eftir. Virkjunaraðilar hafa ekkert um það að segja, vel getur komið upp að virkjunarkostinum verði hafnað í umhverfismati eða í nýtingarflokkun. Tek fram að nokkur vandi er að segja rétt frá og hlutlaust. Málið er flókið. En stóravirkjunin yfir (90 megavött ) í Íshólsvatnið og undir Hádegisfjallið, útrennsli í Mjóadalsá er ekki lengur virkjunar kostur, búið blása þann kost af. Enda þá Aldeyjarfoss þurrkaður og allir hinir líka.

En þá koma Hrafnabjargarvirkjanir inn í myndina í staðinn. Kostir A,B,C. Þá verða fossarnir á Þrífossasvæðinu, Hrafna og Ingvararfossar þurrkaðir. En vatninu skilað á Aldeyjarfoss, tvö til þrjú hundruð metrum ofan við fossins. Sem sagt, Aldeyjarfoss er friðhelgur. Alltaf. En Aldeyjarfoss sem aldrei breytti um lit, eða ekki með breytilegu vatnsmagni er ekki sami Aldeyjarfossinn og á að vera.

Greinilega voru virkjunar menn spenntir fyrir virkjun A. B. og hugsanleg C. En allar með þessu gríðarlega miklu lóni, en Suðará ekki tekin nema í A-kostinn. Sú virkjun er 60 til 70 megavött og því hagkvæm. Hinar, B. og C. 50 til 40 megavött, Fjörtíu megavatta virkjunin, með einkunn 6 (tæplega sjálfbær). Svo er Fljótshnjúksvirkjun. Hún fær einkunnina 6, sem sagt, á mörkunum að bera sig.

Aldeyjarfoss.
Aldeyjarfoss.

Ég get og hef sagt virkjunar mönnum að ég samþykki þá virkjun. Samt ekki án skilyrða. Og nú er lagt til að hálendið frá Íshólsvatni og suður til virkjunarsvæðis sunna jökla verði Þjóðgarðurinn Sprengisandur. Þar megi ekkert gera, engu breyta. Nú er það svo að við þurfum rafmagn og það í stórauknum mæli. Að mínu mati gerði það þjóðgarðshugmyndinni ekkert til þá Fljótshnjúksvirkjun verði að veruleika. Geri ráð fyrir að við gerum það mörg. Gallinn með þá virkjun eru 8 km. metra löng jarðgöng í gegnum óheppilegt berg (molaberg?) sem gera hana dýra, að stöðvarhúsi er væri inní Múlanum sunnan Öxnadals þar kæmi vatnið aftur í Fljótið. Fljótið verður þá með minna breytilegu vatnsrennsli, sem er bæði kostur og galli. Kiðagilsáin fellur í Fljótið neðan virkjunar, ásamt mörgum vatnsfölum austan Fljótsins.

Frá Fljótshnjúksvirkjun, jarðstrengur vestur yfir öræfin og í stauralínu sem lægi norður Mjóadal og svo uppá Þorvaldsdal og norður Vallafjallið í Kröflulínu austan Hellugnúpsskarðs. Þar kemur orkan inni á Byggðalínuna. Þessi virkjun er dálítið spennandi vegna þess að Fljótið yrði brúað og lagðir vegir, sem almenningur getur notað eftir að virkjun lýkur. Þá mundi liggja vegslóði upp (suður) og austur, norður og vestur. Til þess að geta notið Þjóðgarðsins, þá þarf fólk að geta komist um garðinn bæði gangandi ríðandi og á bílum. Allir.
Til þess að fljótið ofan Goðafoss geti orðið laxveiðivatnsfall þarf að gera almennilega fiskiveg í Hrúteyjarkvíslina. Veiðifélaginu sá dugur hlýtur að vera í þeim, enda mundi Landsvirkjun styrkja verkefnið. Dreg ekki dul á að framkvæmda þeirra hefur ekki plagað þá verulega hingað til, en gæti ræst úr því. Allir vinna. Hrúteyjarkvíslin talin torgeng fyrir laxinn.

Verð að bæta við umfjöllun mína um fossinn að þegar virkjunar menn tala um að skila vatni á Aldeyjarfoss, þá er það bara um vatn að ræða, sem alltaf sýnir fossinn eins, enga til breytni lengur að sjá. Ég gæti átt um 20 til 30 myndir af fossinum og engin eins. Það er fjölbreytilekinn sem við viljum, ekki vatn sem stýrt er á fossinn „skilað aftur“.
Að endursegja er vandi. Og tortryggt. Að afla sér þekkingar gerir manni stundum og oft ljóst hvað maður veit lítið. Sérfræðingar er komu á fundinn, fluttu okkur miklar upplýsingar, fróðleik og sögu rannsókna og niðurstöður.

Þórisvatn eitt stærsta stöðuvatn á Íslandi og eftir að rennsli Tungnaár var sett í vatnið, þá langstærst.

Þórisvatn var mjög gjöfult veiðivatn með vænum silungi. Eftir að vatninu var breytt í uppistöðulón er allur fiskur dauður í vatninu algjörlega. Enda 15 metra lækkun frá hausti til vors .Vatnið er afar gruggugt með miklum jökullit.

Blanda hér áður, þá var einn veiðistaður í Blöndu við ósana, þar veiddu menn með stórum þríkrækjum og húkkuðu laxinn. Blanda var svo gruggug af jökulvatni að laxinn sá ekkert til að ganga, (gengur ekki nema sjá leiðina) beið við ósana eftir að jökulliturinn hyrfi síðsumars. Þá gekk hann upp. Við Blöndulón, þá varð vatnslitur Blöndu allt annar. Gruggið settist í lóninu. Veiði var mikil í Blöndulónum til að byrja með. Lónið náði yfir gróið land að mestu og við það var mikið lífríki í vatninu en svo eftir nokkur ár þá drapst allur silungur í lóninu, jökulgruggið settist á botn og drap hann. Yfirborð Blöndulóns er allaf það sama. Blanda nú, er með ákjósanlegu lit, fær í sig tvær bergvatnsár t.d. Svartá úr Svartárdal. Laxveiði í Blöndu skiptir þúsundum laxa. Þar eru líka ekki stundaðar sleppingar á veiddum fiski.

Persónuleg vil ég banna veiðimönnum að sleppa fiski (sum ríki i Evrópu hafa bannað sleppingar á veiddu fiski.) Að mínu mati siðlaust. Seiðastöðvar kaupa hrygningarfisk af veiðimönnum, það er annað mál.

Jökulvatnið er okkur, sem búa við Skjálfandafljótssvæðið ógleymanlegt sumarið 2009, þá rigndi á Vatnajökul úr suðaustri allt fram í ágústlok og mjög hlítt veður, jökull bráðnað ótrúlaga. Jökulliturinn í Fljóti var meira en litur, það var þykkt af grárri leðju, ég bjó þá á bakkanum og sótti oft möl í Syðrieyrina í Vallakvísl. Það var ekki hægt, fyrr en vatnið sjatnaði og jökullinn hætti að bráðna. Þá var um tveggja til þriggja m/m. grá leðja í botninum. Engin laxveiði í fljótinu fyrir neðan Goðafoss fyrr en um mánaðamóti ágúst/sept. Gjörsamlega ekkert líf í kvíslinni, engin seiði, þekki vel til og veit hvar þau halda sig. Lífríkið gefur sig undan jökulgrugginu.

Við búum við firði á Íslandi þar sem ekkert jökulvatn rennur til t.d. Eyjafjörð, þar er mikið og gott lífríki í sjónum. Það svona svolítið athugvart að fullyrða að jökulgruggið sé undirstaða góðs lífríkis, sem það er ekki, gamalt regn. Í velflesta ef ekki alla firði á landinu falla ár og lækir, lífríki í sjónum sjálfsagt mismunandi en jökulvatn er ekkert skilyrði fyrir góðu lífríki.

Jón Aðalsteinn Hermannsson.