Skjálfandafljót í verndarflokk

0
199

Drög að tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar voru kynnt í Hörpu í dag. Fjögur svæði fara í verndarflokk, Héraðsvötn, Skjálfandafljót, Skaftá og Þjórsá vestur. Frá þessu segir á rúv.is

Aldeyjarfoss

 

Helstu rök fyrir flokkun Skjálfandafljóts í verndarflokk voru hátt verðmætamat vegna náttúrufars og menningarminja.

 

 

Í drögunum að lokaskýrslu verkefnisstjórn 3. áfanga um verndar- og orkunýtingaráætlunar, segir eftirfarandi um Hrafnabjargavirkjun B

Vatnasvið Skjálfandafljóts er með þriðja hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga. Virkjunin myndi minnka vatnsmagn í Ingvararfossi og Aldeyjarfossi verulega, hafa í för með sér umtalsvert rask við Hrafnabjörg, raska mjög varpstöðvum heiðagæsa og fálka, svo og framburði og vatnsstöðu niður í sjó, þar sem eru mikilvæg votlendissvæði fyrir fugla, einhver þau tegundaríkustu á landinu.

Á vatnasviði Skjálfandafljóts eru 16 tegundir fugla á válista. Virkjunin myndi eyðileggja að mestu 139 menningarlandslag í Krókdal og skerða einnig rannsóknarmöguleika á menningarminjum á öðrum svæðum. Samkvæmt niðurstöðum faghóps 2 myndi virkjunin draga mjög úr áhuga ferðamanna á að ferðast um svæðið og almennt er virkjunarkosturinn einn þeirra fimm virkjunarkosta sem hafa myndu mest neikvæð áhrif á ferðamennsku og útivist.

Skoða drögin hér