Skipað í starfshóp um mótvægisaðgerðir

0
48

Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í gær var lögð fram tillaga um að skipað yrði í starfshóp sem er ætlað að vinna tillögur um mótvægisaðgerðir vegna breytinga á starfsemi Þingeyjarskóla.

Þingeyjarsveit stærra

 

Fulltrúar T-listans lögðu fram breytingartillögu um að starfshópinn skipi fjórir fulltrúar, tveir frá hvoru framboði en sú breytingatillaga var felld.

 

 

Samþykkt var að skipa Arnór Benónýsson og Heiðu Guðmundsdóttir fyrir A lista og Ragnar Bjarnason fyrir T lista í starfshópinn. Starfshópurinn á að skila af sér fyrir 1. mars nk.

Sjá fundargerðina hér