Skemmtilegir leikir fyrir 10 ára og yngri hefjast á morgun á Laugum

0
297

Ungmennafélagið Efling í Reykjadal ætlar að vera með skipulagðar æfingar fyrir börn 2x í viku í sumar á iþróttavellinum á Laugum. Á mánudögum verður fótbolti eins og áður hefur verið auglýst, og á miðvikudögum verðum við með ýmsa skemmtilega leiki.

Ásdís Inga Sigfúsdóttir mun sjá um æfingarnar og eru öll börn 10 ára og yngri velkomin. Æskilegt er að börn á leikskóla aldri verði í fylgd með foreldrum. Leikirnir byrja næsta miðvikudag (á morgun) og eru frá kl. 16-17.

 

Æfingagjöld eru 2. 500 fyrir hvora æfingu fyrir allt sumarið. Svo ef einhverjir vilja mæta á báðar æfingar kostar það 5. 000 kr.