Í vikunni var foreldradagur í Stórutjarnaskóla. Þar fengu nemendur afhent námsmat og foreldrar komu með þeim til skrafs og ráðagerða við kennara. Í tilefni dagsins var sett upp sýning á handavinnu nemenda og einnig mátti sjá afrakstur af vinnu nemenda í ljósmyndavali, sem Jónas Reynir Helgason hefur kennt í vetur.

Nemendur í ljósmyndavali á haustönn, fengu vikuleg verkefni til að vinna út frá. Í eitt skiptið var haldið ljósmyndamaraþon og þá fengu þau einhver stikkorð eða setningar sem úrvinnsluefni og túlkuðu það með myndum.
Myndirnar unnu þau svo sjálf í myndvinnsluforriti og afraksturinn má skoða hér fyrir neðan.
(smellið á kassann efst til hægri til að skoða stóra útgáfu og flettið síðan )