Skemmdarverk framið í Mývatnssveit

0
114

Skemmdarverk hafa verið unnin í Grjótagjá og Hverfjalli í Mývatnssveit. Málið er komið í rannsókn hjá lögreglu en um ræðir málaðar merkingar í karlagjá Grjótagjár og og utan í hólinn niðri í skál Hverfjalls. Frá þessu er sagt á vef Akureyrivikublaðs þar sem sjá má myndir af verknaðinum.

Hverfjall
Hverfjall.

Stafirnir sem skemmdarvargurinn skrifaði eru samkvæmt upplýsingum akv.is 17 metrar að lengd í fjalinu en um 90 cm á hæð niðri í gjánni. Einkum hefur skemmdarverkið í fjallinu verið tímafrekt og telja heimamenn að verkið hafi verið unnið með þrýstisprautu og útheimt marga lítra af málningu. Því megi útiloka krakka eða hrekkjalóma með úðabrúsa.

Grjótagjá er í umsjá heimamanna en Hverfjall er á ábyrgð Umhverfsstofnunar samkvæmt friðlýsingarsamningi. Er þess nú beðið að stofnunin bregðist við og fjarlægði málninguna en heimamenn í Mývatnssveit töldu hægt að nota háþrýstidælu til að smúla stafina af í Grjótagjá.

Heimamenn óska ábendinga frá þeim sem kynnu að geta upplýst um málið. Jóhann Kristjánsson, einn landeigenda í Mývatnssveit, segir að ef viðkomandi gefi sig fram fái þeir að njóta þeirra forréttinda að hjálpa til við að fjarlægja vegsummerki. Nestispakki gæti jafnvel fylgt.

akureyrivikublad.is