Skákkennsla og skákmót fyrir börn og unglinga um helgina á Laugum

0
222

Björn Ívar Karlsson, sem er reyndasti skákkennari landsins, heimsækir Þingeyinga um helgina og kennir börnum og unglingum skák í húsnæði Seiglu í Reykjadal (áður Litlulaugaskóli).

Skákkennslan hefst kl 10:00 á morgun laugardag og stendur fram að hádegi sunnudaginn 2. apríl.

Að skákkennslu lokinni verður efnt til skákmóts fyrir börn og unglinga sem hefst kl 13:30 í Seiglu og er mótið opið fyrir öll börn og unglinga á grunnskólaaldri.

 

Það er skákfélagið Huginn og Skákfélag Akureyrar sem standa fyrir komu Björns Ívars og vakin er sérstök athygli á því að skákkennslan og skákmótið á sunnudaginn er ókeypis fyrir þátttakendur.

Dagskrá helgarinnar:

Laugadagur 1. Apríl.
10:00-12:00 Kennsla í Seiglu
12:00-13:00 Hádegishlé
13:00-15:00 Kennsla í Seiglu
15.00 Kaffihlé
15:30-17:00 leikir í íþróttahúsinu og sundlaug
17:00-19:00 kennsla í Seiglu

Sunnudagur 2. Apríl
10:00-12:00 Kennsla í Seiglu
12:00-13:30 Hádegishlé.

13:30 Seigla. Opið skákmót fyrir 16 ára og yngri.
7 umferðir, Teflt eftir monradkerfi eða allir við alla, fer eftir keppendafjölda í hverjum flokki. 15 mín umhugsunartími á keppanda í hverri skák.
Keppt í 3 aldursflokkum
1-3. bekkur
4-7. Bekkur
8-10.bekkur

Skákkennslan er ókeypis fyrir öll áhugasöm börn og unglinga.
Skráning í skákkennsluna er hjá Hermanni í síma 8213187 eða 4643187.
Skráning í opna skákmótið á sunnudeginum er hjá sama aðila.