Skákæfingar og kennsla að hefjast fyrir börn og unglinga í Þingeyjarsýslu

0
265

Sérstakar skákæfingar og kennsla fyrir börn á grunnskólaaldri í Þingeyjarsýslu hefjast á morgun, miðvikudaginn 18. janúar. Skákæfingarnar verða ókeypis og fara þær fram í Seiglu – miðstöð sköpunar (áður Litlaulaugaskóli) í Reykjadal. Frá þessu segir á vef Skákfélagsins Hugins.

Keppendur á héraðsmóti fyrir nokkrum árum

 

Æfingarnar fara fram annan hvern miðvikudag til að byrja með og einn sunnudag í hverjum mánuði. Reiknað er með að hver æfing standi yfir í um einn og hálfan klukkutíma. Hluti af æfingatímanum verður nýttur til kennslu.

 

 

Æfingaáætlun í janúar og febrúar. (áætlun fyrir mars, apríl og maí birt síðar)

Miðvikudagur 18. jan      kl: 16:00
Sunnudagur 22. jan        kl: 13:30
Miðvikudagur 1. feb         kl: 16:00
Miðvikudagur 15. feb       kl: 16:00
Sunnudagur 26. feb         kl 13:30

Hermann Aðalsteinsson, Rúnar Ísleifsson, Smári Sigurðsson og Sigurbjörn Ásmundsson munu skiptast á um að sjá um skákæfingarnar í vetur. Einnig er stefnt að því að fá vanan skákkennara að sunnan í heimsókn eina helgi í vetur, en dagsetning liggur ekki fyrir.

Lesa nánar um æfingarnar hér.