Sjónvarpsþátturinn Ráðherrann – Leitað að aukaleikurum á norðurlandi

0
424

Saga Film er nú við tökur á sjónvarpsþættinum Ráðherrann með Ólaf Darra í aðalhlutverki. Teknar verða upp nokkrar senur á norðurlandinu á komandi dögum. Okkar vantar extras eða fólk í bakgrunni á nokkrum stöðum, segir í tilkynningu. Þar segir einnig að hver sena ætti ekki að taka meira en fjórar klukkustundir og borgað verði 10.000 kr fyrir það.

Hérna fyrir neðan eru upplýsingar um hvað og hvar það er sem við þurfum fólk.
Ef þið hafið áhuga og komist með okkur í þetta skemtilega verkefni þá endilega sendið mér email á arnthorthor@gmail.com Þar þarf að koma fram Nafn, aldur, símanúmer og email ásamt hvaða tökur það eru sem þið komist í. Svo raða ég niður og verð í bandi við hvern og einn. Með fyrirfram þökkum fyrir hönd Doorway casting. Arnþór Þórsteinsson.

24. júní
20 manns í krikju við jarðaför (Tjarnakirkja í Svarfaðardal) kl. 13:00
20 manns í kirkju við jarðaför sem gerist í fortíð (Tjarnakirkja í Svarfaðardal) kl. 13.45
4 sundgestir (2 mæður, 2 börn) Dalvík, Sundlaug, kl. 15:30

26. júní
15 manns á Ak flugvelli
Mæting ca 8 um morguninn.

27. júní
20xfundargestir(Svarfaðardalur)
Mæting yrði ca 12:30-12.

29. júní
Gestir á Bautanum 8 manns
Mæting yrði kl 8 um morguninn ca.