Sjálfvirk gagnaeyðing á Krossmel !

0
333

Á dögunum tók vegfarandi og íbúi í Þingeyjarsveit eftir því að ruslapokar lágu upp við ruslagáma sem eru við Krossmel í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit og taldi að gámarnir væru fullir. Í gær fór þessi íbúi með rusl í gáminn, en þá var annar pokinn horfinn en hinn var þar enn og var að rifna upp og hafði þá fokið eitthvað úr honum. Viðkomandi ákvað að líta ofan í pokann til að athuga hvað væri þar, áður en hann fleygði poknum í gáminn.  Þá blasti við einhverskonar bókhald ákveðins fyrirtækis á Húsavík, samt öðru rusli.

Hvað var í hinum pokanum er ekki vitað eða hvort einhver hefur tekið hann, eða hvort hann hafi fokið eitthvað út í buskann.

En er þetta í lagi ?

Fyrir nokkrum árum í miklu roki fauk um koll ruslagámur og úr honum dreyfðist sorp um sveitina og þá fauk m.a. bókhald frá fyrirtæki á Akureyri heim að einum bæ hér í sveit. Eru þetta rekstraraðilar eða einhver sem tekur að sér gagnaeyðingu sem gerir svona?  Það hefur lengi verið vitað að margir fleiri en íbúar Þingeyjarsveitar henda rusli á opnum gámasvæðum, en Þingeyjarsveit borgar fyrir flutninginn.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA