
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni og fékk þrjá menn kjörna í Alþingiskosningunum í Norðausturkjördæmi, en lokatölur voru birtar í morgun.
Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þingmönnum frá síðustu kosningum og fá nú tvo þingmenn. Vinstri Grænir halda sínum tveimur þingmönnum í kjördæminu, en Píratar, Viðreisn og Samfylkingin fá einn mann kjörinn á þing.
Þingmenn Norðausturkjördæmis verða því:
· Kristján Þór Júlíusson (D)
· Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B)
· Steingrímur J. Sigfússon (V)
· Njáll Trausti Friðbertsson (D)
· Þórunn Egilsdóttir (B)
· Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V)
· Einar Aðalsteinn Brynjólfsson (P)
· Valgerður Gunnarsdóttir (D)
· Logi Már Einarsson (S)
· Benedikt Jóhannesson (C)