Sjálfkjörið í Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi

0
101

H-listinn í Skútustaðahreppi er sjálfkjörinn þar sem ekkert annað framboð barst fyrir kl 12:00 í dag en þá rann út framlengdur framboðsfrestur. Sama staða kom upp í Tjörneshreppi en þar kom fram einn listi sem er þar með sjálfkjörinn.

X14

 

Mývetningar og Tjörnesingar geta því nýtt laugardaginn 31. maí í eitthvað annað en að kjósa.

 

 

Eftirtaldir taka sæti í sveitarstjórn Skútustaðahrepps af H-lista.

1.           Yngvi Ragnar Kristjánsson Framkvæmdastjóri
2.           Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir Hálendisfulltrúi
3.           Sigurður Böðvarsson Bóndi
4.           Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir Framkvæmdastjóri
5.           Friðrik Jakobsson Framkvæmdastjóri/Bóndi

Varamenn:
6.           Helgi Héðinsson Framkvæmdastjóri
7.           Elísabet Sigurðardóttir Móttökustjóri
8.          Arnheiður Rán Almarsdóttir Framkvæmdastjóri
9.          Anton Freyr Birgisson Nemi/Leiðsögumaður
10.        Böðvar Pétursson Bóndi/Starfsmaður Landsvirkjunnar

Eftirtaldir taka sæti í sveitarstjórn Tjörneshrepps:

1.  Steinþór Heiðarsson
2.  Smári Kárason
3.  Jón Gunnarsson
4.  Sveinn Egilsson
5.  Katý Bjarnadóttir

Varamenn:
6.  Jónas Jónasson
7.  Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir
8.  Máni Snær Bjarnason
9.  Halldór Sigurðsson
10. Jóhanna R. Pétursdóttir

Allt um sveitarstjórnarkosningarnar.