Sjálfboðaliðar óskast á sumarleika HSÞ

0
65

Sumarleikar HSÞ verða haldnir 20.-21. júlí á Laugum í Reykjadal. Frábært frjálsíþróttamót fyrir unga sem aldna.Kjörið tækifæri fyrir 50+ til að hita sig upp fyrir Landsmót 50+ sem haldið verður á okkar vegum á næsta ári.  Frá þessu segir á vef HSÞ

HSÞ

Enn vantar nokkra sjálfboðaliða til að starfa við mótið. Áhugasamir hafi samband við Harald á netfangið: halli@dalakofinn.is eða í síma: 898-3328; eða Ágústu á netfangið:  agusta@nordurthing.is eða í síma: 820-2844

Grillað verðu seinni partinn á laugardag og gott væri að hafa nokkrar hendur til aðstoðar þar einnig.

Tjaldsvæðin eru frí við Laugavöll.

Hlökkum til að sjá ykkur – mætum og hvetjum okkar fólk!